Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóknarnefnd í Innri-Njarðvíkurkirkju kemur hvergi nærri undirskriftasöfnun
Sunnudagur 19. júlí 2015 kl. 07:00

Sóknarnefnd í Innri-Njarðvíkurkirkju kemur hvergi nærri undirskriftasöfnun

Sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík hefur sent Víkurfréttum tilkynningu um að hún komi hvergi nærri undirsöfnun vegna ráðningar á presti í Keflavíkursókn.
 
„Sr. Baldur Rafn er ekki aðeins sóknarprestur í Njarðvíkurkirkju heldur er hann sóknarprestur í Njarðvíkursókn og að henni standa Ytri Njarðvíkurkirkja, Njarðvíkurkirkja í Innri Njarðvík og Kirkjuvogskirkja.
Einnig viljum við sem störfum í sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju í Innri Njarðvík koma því á framfæri að við höfum ekki komið að þessari undirskriftarsöfnun,“ segir í tilkynningunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024