Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóknarfæri í ferðaþjónustu með uppbyggingu byggðasafnsins
Mánudagur 8. febrúar 2010 kl. 15:33

Sóknarfæri í ferðaþjónustu með uppbyggingu byggðasafnsins


Uppbygging byggðasafnins í Garði er verkefni sem gæti haft mikla þýðingu fyrir framtíð ferðatengdrar þjónustu í sveitarfélaginu og rímað vel við þær hugmyndir sem nú er unnið að í sambandi við strandveiðar strandveiðimanna. Sveitarfélagið hefur fengið framlag frá ríkinu til að vinna að áætlun um framtíðaruppbyggingu byggðasafnins.


„Við höfum mikinn áhuga á þessu. Ég tel að uppbygging byggðasafnins hafi mikla þýðingu fyrir straum ferðamanna hingað og við eigum töluvert inni þar. Það eru framunan ýmis sóknarfæri í ferðaþjónustu og ekki síst í þessu strandveiðiverkefni sem við erum frumkvöðlar að,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Miklir möguleikar eru í taldir leynast í þessari þjónusu en í dag er talið að um 25 milljónir manna í Evrópu og 40 í Bandaríkjunum stundi veiðiskap af þessu tagi þar sem veitt er frá bryggjum eða strandlengjum.  Þessi íþrótt hefur lítið verið stunduð á Íslandi, sem þó býður upp á ákjósanlegustu aðstæður.


„Þessar hugmyndir um strandveiðar hafa fengið afar góðar undirtektir og næsta skref er að ýta þeim betur úr vör. Það eru fleiri sveitarfélög komin inn í þetta og hugmyndirnar lofa góðu. Þetta er mjög spennandi sóknarfæri. Við sjáum byggðasafnið sem aðdráttarafl og góða tengingu við þessa þjónustu,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði.
---


Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Byggðasafnið í Garði.