Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóknarfæri á Suðurnesjum -segir útibússtjóri Íslandsbanka
Miðvikudagur 16. mars 2011 kl. 16:51

Sóknarfæri á Suðurnesjum -segir útibússtjóri Íslandsbanka

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við finnum fyrir miklum meðbyr og áhuga Suðurnesjamanna á bankanum. Það er mikilvægt að viðskiptavinir hafi val og við teljum okkur vera góðan valkost,“ segir Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ. Hann leggur áherslu á að viðskiptavinir hafi val þegar kemur að bankaþjónustu.

Á síðustu hálfu öld voru fjórar bankastofnanir á Suðurnesjum en í dag eru þær tvær. Nýjustu fréttir herma þó að Byr sparisjóður stefni að opnun á Suðurnesjum í kjölfar samruna Spkef og Landsbankans.

Sighvatur telur að samkeppnin muni breytast mikið í framtíðinni og hugsanlega muni bankastofnunum fjölga á ný þegar fram líða stundir. Í dag séu mikil sóknarfæri fyrir Íslandsbanka á svæðinu.
„ Við finnum fyrir miklum meðbyr og áhuga Suðurnesjamanna á bankanum. Íslandsbanki hefur byggt upp gríðarlega sterkan banka og er eigið fé hans langt umfram lögbundið lágmark sem gerir okkur kleift að takast á við stór sem smá verkefni.“

Aðspurður um áætlanir Íslandsbanka um að styrkja samfélagsleg málefni á Suðurnesjum segir hann bankann hafa stutt ötullega við íþróttir og menningu í gegnum þau tæp fimmtíu ár sem hann hefur verið starfandi á svæðinu. Því góða starfi verði haldið áfram og með auknum viðskiptum muni bankinn gera enn betur.