Sóknarbörnum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka
Sóknarbörnum þjóðkirkjunnar í Keflavíkursókn fækkar stöðugt frá ári til árs. Á síðasta ári voru 6,718 einstaklingar í Keflavíkurprestakalli skráðir í þjóðkirkjuna. Það eru 1,261 færri en árið 2002 þegar þeir voru 7,979. Á síðasta ári voru 7,008 einstaklingar í Keflavíkurprestakalli skráðir í Þjóðkirkjuna að þeim fækkar heldur á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
Þessi þróun er nokkuð í takt við það sem er að gerast á landsvísu. Hinn 1. desember 2007 voru 80,7% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna en árið 1990 var þetta hlutfall 92,6%. Á sama tíma hækkaði hlutfall íbúa í fríkirkjusöfnuðunum þremur úr 3,2% í 4,9%.
Skráðum trúfélögum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum; skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990.
VF-mynd: elg
Þessi þróun er nokkuð í takt við það sem er að gerast á landsvísu. Hinn 1. desember 2007 voru 80,7% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna en árið 1990 var þetta hlutfall 92,6%. Á sama tíma hækkaði hlutfall íbúa í fríkirkjusöfnuðunum þremur úr 3,2% í 4,9%.
Skráðum trúfélögum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum; skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990.
VF-mynd: elg