Mánudagur 19. júní 2006 kl. 09:15
Sökk við bryggju
Lítill plastbátur sökk í smábátahöfninni í Reykjanesbæ í gærdag. Ekki er vitað um tildrög þess að báturinn fór niður en þegar ljósmyndari Víkurfrétta kom á vettvang stóð einungis fremsti hluti stefnisins upp úr kafi.
Reynt verður að koma bátnum upp á þurrt fyrir hádegi í dag.
VF-mynd/Þorgils