Sögusýningu SVFÍ í Garði lokað
70 ára sögusýning Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem verið hefur til sýningar í Minjasafni félagsins í Garði hefur verið lokað. Sýningunni var hleypt af stokkunum í tilefni af 70 ára afmæli Slysavarnafélagsins árið 1998. Ákveðið var síðasta vor að loka sýningunni og skrá niður þá muni sem félagið er með í vörslu sinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg mun nú einbeita sér að því að varðveita og skrá þá muni sem tengjast björgunar- og slysavarnastarfi en vill leita leiða til sýningar á munum í samvinnu við annað safn eða söfn.
Nú þegar hafa farið fram viðræður á milli forsvarsmanna Byggðasafnsins í Garði og félagsins um munir úr sögu sýningunni verði sýndir í byggðasafninu og mun það væntanlega skýrast í vetur hvort af því verður, en eins og er ekkert pláss í byggðasafninu til að bæta við munum til sýningar en Gerðahreppur hefur verið til skoðunar stækkun safnsins.
Þá hefur náðst samkomulag við Björgunarsveitina Ægi í Garði að Slysavarnafélagið Landsbjörg fái geymslu á safna munum og öðrum minjum í húsnæði sveitarinnar, en félagið hefur afhent björgunarsveitinni til baka það húsnæði sem afmælissýningin var haldin í.
Nú þegar hafa farið fram viðræður á milli forsvarsmanna Byggðasafnsins í Garði og félagsins um munir úr sögu sýningunni verði sýndir í byggðasafninu og mun það væntanlega skýrast í vetur hvort af því verður, en eins og er ekkert pláss í byggðasafninu til að bæta við munum til sýningar en Gerðahreppur hefur verið til skoðunar stækkun safnsins.
Þá hefur náðst samkomulag við Björgunarsveitina Ægi í Garði að Slysavarnafélagið Landsbjörg fái geymslu á safna munum og öðrum minjum í húsnæði sveitarinnar, en félagið hefur afhent björgunarsveitinni til baka það húsnæði sem afmælissýningin var haldin í.