Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sögusýning opnuð í félagsheimili Keflavíkur
Þriðjudagur 6. október 2009 kl. 09:18

Sögusýning opnuð í félagsheimili Keflavíkur


Vegleg sögusýning var opnuð í félagsheimili Keflavíkur við Hringbraut á sunnudaginn í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Fjöldi gesta sótti sýninguna við opnunina.  Gamlar og góðar minningar rifjuðust þar upp fyrir mörgum enda hefur sýningin að geyma mikið úrval ljósmynda og muna sem varpa skýru ljósi á starf félagsins í gegnum árin.
Sýningin verður opin mánudaga til föstudags frá kl. 10:00 – 18:00 og laugardag og sunnudag frá kl. 14:00 – 18:00. Hún mun standa yfir í tvær til þrjár vikur eftir aðsókn.
Bókin, 80 ára saga Keflavíkur, er komin út og er til sölu á sýningunni.
--

VFmynd/elg - Frá opnun sýningarinnar á sunnudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024