Sögusýning Keflavíkur framlengd

Sögusýning Keflavíkur sem staðið hefur yfir undanfarið í bækistöðvum félagsins við Hringbraut hefur verið framlengd og verður opin um næstu helgi frá kl. 14 – 18 báða dagana. Sýningin er haldin í tilefni af 80 ára afmæli félagsins.
Aðalstjórn Keflavíkur hvetur alla bæjarbúa og aðra þá sem áhuga hafa  á sögu íþrótta að láta þessa miklu sýningu ekki fram hjá sér fara. Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni.
Í tilefni afmælisins kom á dögunum út vegleg bók þar sem saga félagsins er rakin á lifandi hátt í máli og myndum. Bókin er og verður til sölu á skrifstofu félagsins.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				