Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söguskilti afhjúpað við þotu Svörtu riddarana á Ásbrú
Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis og Lt. Col. Jeremy Saunders frá bandaríska sendiráðinu sem afhjúpuðu skiltið. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 26. september 2017 kl. 09:13

Söguskilti afhjúpað við þotu Svörtu riddarana á Ásbrú

Söguskilti hefur verið sett upp við Phantom F-4 þota Svörtu riddarana, sem nýverið var sett upp á stall við fjölfarin gatnamót á Ásbrú. Skiltið var afhjúpað í síðustu viku.

Verkefnahópur sem hefur staðið að uppsetningu Phantom F-4 flugvélar bandaríska varnarliðisins á Ásbrú stóð fyrir afhjúpun söguskiltis um vélina. Skiltið er kostað af Reykjanes UNESCO Global Geopark og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Á skiltinu er að finna stutt yfirlit yfir sögu svæðisins og núverandi starfsemi á Ásbrú.

Það voru þeir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis og Lt. Col. Jeremy Saunders frá bandaríska sendiráðinu sem afhjúpuðu skiltið en viðstaddir athöfnina voru fulltrúar frá bandaríska sendiráðinu og frá flugsveit Bandaríkjahers sem sinna þessa dagana loftrýmisgæslu á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024