Sögur af skrímslum og sænellikum
Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, og Sandgerðisbær hófu formlega samstarf s.l. laugardag á verkefni sem ber nafnið Mannlíf við opið haf. Verkefnið felur í sér röð fyrirlestra um ólík efni, s.s. sæ- og vatnaskrímsli á Reykjanesi, keltneska húsagerð og fornminjar, gróður og landgræðslu á Rosmhvalanesi á 21. öld, sjávardýr og rannsóknir á þeim við Íslandsstrendur en síðasti fyrirlesturinn verður um jarðfræði Reykjanesskagans.Þorvaldur Friðriksson flytur fyrsta fyrirlesturinn laugardaginn 25. mars. Hefst hann kl. 15 og ber yfirskriftina Eru skrímslin til?Allir fyrirlestrarnir verða haldnir í Fræðasetrinu og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Suðurnesjamenn ættu ekki að láta þessa fyrirlestraröð framhjá sér fara, en eins og flestir vita þá er Fræðasetrið staðsett við höfnina í Sandgerði.