Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. mars 2000 kl. 14:06

Sögur af skrímslum og sænellikum

Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, og Sandgerðisbær hófu formlega samstarf s.l. laugardag á verkefni sem ber nafnið Mannlíf við opið haf. Verkefnið felur í sér röð fyrirlestra um ólík efni, s.s. sæ- og vatnaskrímsli á Reykjanesi, keltneska húsagerð og fornminjar, gróður og landgræðslu á Rosmhvalanesi á 21. öld, sjávardýr og rannsóknir á þeim við Íslandsstrendur en síðasti fyrirlesturinn verður um jarðfræði Reykjanesskagans. Þorvaldur Friðriksson flytur fyrsta fyrirlesturinn laugardaginn 25. mars. Hefst hann kl. 15 og ber yfirskriftina Eru skrímslin til? Allir fyrirlestrarnir verða haldnir í Fræðasetrinu og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Suðurnesjamenn ættu ekki að láta þessa fyrirlestraröð framhjá sér fara, en eins og flestir vita þá er Fræðasetrið staðsett við höfnina í Sandgerði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024