Sögufrægt hús jafnað við jörðu
Hið sögufræga hús „Stóra milljón“ við Hrannargötu í Keflavík mun brátt hverfa sjónum bæjarbúa en þessa stundina er verið að jafna húsið við jörðu. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta þá var síðasti eigandi hússins Lífeyrissjóður starfsmanna sveitafélaga. Lengst af var Hraðfrystihús Keflavíkur hf. starfrækt í húsinu sem var lengi vel með afar farsælan rekstur og stór hluti af bæjarlífinu.
Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér er lítið eftir af þessu stóra húsi og fer hver að verða síðastur að bera það augum en Viðar Ellertsson verktaki sér um verkið.