Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. maí 2000 kl. 16:24

Sögudagur frábært framtak - en fær engan stuðning

Sögudagur 2000 fær ekki fjárstuðning frá bæjaryfirvöldum en undanfarin ár hafa Innri-Njarðvíkingar staðið fyrir hverfishátíð, sem hefur verið vel sótt. Nú í lok maí eða byrjun júní, stendur til að halda aftur slíka hátíð, Sögudag 2000. Þá verður sögulegum fróðleik um hverfið fléttað saman við gönguferðir, grill, skemmtiatriði o.fl. Undirbúningsnefnd Sögudagsins sótti um sérstakt fjárframlag til bæjaryfirvalda vegna Sögudagsins, en bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafnaði erindinu á fundi sínum í síðustu viku. Minnihlutinn lagði fram tillögu þess efnis að Sögudagur 2000 fengi 50 þús. kr. styrk úr bæjarsjóði. „Þegar íbúar í einu hverfi taka sig til og efna til fjölskylduhátíðar af þessu tagi ber að fagna því framtaki. Það er mikil vinna sem unnin er í sjálfboðavinnu við slíkan undirbúning og því mikilvægt að bæjaryfirvöld hlúi að slíku sjálfsprottnu áhugastarfi. Því er mikilvægt að þetta framtak verði ekki drepið vegna smávægilegs fjárskorts“, sagði í greinargerð minnihlutans. Skúli Þ. Skúlason, oddviti bæjarstjórnar, sagði að málið væri nú til afgreiðslu hjá bæjarráði og að honum þætti réttara að afgreiða málið á einum stað í einu. „ Eins og fyrr segir var tillagan felld með sjö atkvæðum meirihlutans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024