Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sögðu þriðja mann hafa ekið bílnum en látið sig hverfa
Þriðjudagur 19. nóvember 2013 kl. 11:39

Sögðu þriðja mann hafa ekið bílnum en látið sig hverfa

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þeir höfðu ekið út af Grindavíkurvegi og sátu í bílnum þegar lögreglumenn komu á vettvang. Þeir sögðu þriðja aðila hafa ekið bílnum en hann hefði látið sig hverfa eftir að hann ók út af. Áfengisþef lagði af öðrum mannanna en hann neitaði að gangast undir öndunarsýnispróf í lögreglubifreiðinni. Mennirnir voru því handteknir og fluttir á lögreglustöð.  Sýnatökur þar staðfestu að hinn maðurinn hafði neytt amfetamíns, metamfetamíns og kannabis. Í bifreiðinni fannst kannabispoki með kannabisefnum undir sæti ökumanns og kveikjulyklarnir fundust undir gólfmottu farþegamegin að framan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024