Sögðu sig úr óeirðahópum
Tólf lögreglumenn úr óeirðahópum lögreglunnar á Suðurnesjum hafa sagt sig úr hópunum til að sýna starfsbræðrum sínum í lögreglu höfuðborgarsvæðisins samstöðu og stuðning. Jafnframt er með þessu verið að mótmæla aðbúnaði og skerðingu á álagsgreiðslum.
Haft er eftir formanni Lögreglufélags Suðurnesja að aðgerðunum sé ekki beint gegn lögregluyfirvöldum á Suðurnesjum heldur sé verið að knýja ráðherra til að taka á málefnum lögreglunnar á landinu öllu.