Söfnunarkassa stolið úr AA-Húsinu
Í gærdag var tilkynnt um þjófnað í húsi AA samtakanna við Klapparstíg. Hafði söfnunarkassa verið stolið en í honum voru á milli 5 og 10 þúsund krónur.
Í gærkvöld kærði kona í Reykjanesbæ fyrrverandi sambýlismann sinn fyrir líkamsárás. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.
Þá voru 3 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hraði eins þeirra 98 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km.