Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Söfnun frásagna um varnarliðið á Miðnesheiði
Sunnudagur 9. apríl 2023 kl. 06:45

Söfnun frásagna um varnarliðið á Miðnesheiði

Innan girðingar og utan

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands hafa tekið höndum saman um að safna frásögnum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Markmiðið er að safna heimildum um persónulega upplifun fólks.

Útbúnar hafa verið fjórar spurningaskrár. Þrjár eru á íslensku og fjalla um vinnuna á Vellinum, menningaráhrif og hernaðarandstöðu. Sú fjórða er á ensku og er ætluð hermönnum og fjölskyldum þeirra sem dvöldu á Íslandi.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Þau sem hafa áhuga geta tekið þátt í verkefninu og svarað einni eða fleiri spurningaskrám á netinu. Spurningaskrárnar verða opnar í eitt ár. Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt enda hafði vera hersins áhrif víða. Spurningaskrárnar er hægt að nálgast í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25