Söfnuðu vinnustundum fyrir bæinn – Vilja jólaljós í Innri Njarðvík
Bæjarbúar Innri-Njarðvíkur söfnuðu 100 klukkustundum í vinnu í von um að fá jólaskreytingar settar upp á ljósastaurana. Gunnar Helgi Einarsson og Kristján Gunnarsson afhentu Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, ávísunina í morgun og tók bæjarstjórinn vel í framtakið. „Þetta sýnir að bæjarbúar eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að bærinn verði jólalegri og er þetta frábært framtak.“ sagði Árni.
VF-Mynd/siggijóns