Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sofnuðu út frá eldamennskunni
Mánudagur 12. nóvember 2007 kl. 14:54

Sofnuðu út frá eldamennskunni

Tveir íbúar í Höfnum, sem sofnað höfðu út frá eldamennsku laust eftir hádegi á föstudag, mega líklega þakka brunaboðunarkerfi hússins fyrir að ekki fór verr.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór á staðinn þegar brunaboðin bárust frá kerfinu og var þá talsverður reykur í íbúðinni en engin eldur. Brunakerfið var enn í gangi en húsráðendur, sem söfnað höfðu út frá eldamennskunni voru enn í fastasvefni.
Eftir að hafa slökkt á eldavélinni fjarlægðu reykkafarar pottana, með illa brenndum matvælum, út úr húsinu. Því næst var íbúðin reykræst með blásara. Óverulegar skemmdir urðu á íbúðinni.
Á heimasíðu BS segir að líklega hafi brunaboðunarkerfið og snögg viðbrögð við boðun þess komið í veg fyrir eignatjón og jafnvel manntjón.


Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024