Söfnuðu rúmum 35.000 krónum fyrir Allý
Fjórar 10 og 11 ára vinkonur tóku sig til á dögunum og söfnuðu heilum 35.585 krónum til styrktar Aðalheiði Láru Jósefsdóttur. Allý, eins og hún er kölluð, brenndist illa í slysi fyrir nokkru og hefur verið til meðferðar á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn undanfarnar vikur.
Þær Fanney, Hjördís, Sigrún og Bryndís gengu í hús í Njarðvík og sögðust ekki hafa verið lengi að safna þessari dágóðu upphæð. Stúlkurnar hafa ekki látið sitt eftir liggja í söfnunarmálum og hafa í gegnum tíðina m.a. safnað fyrir Rauða Krossinn og Íþróttafélagið Nes.
Þær Fanney, Hjördís, Sigrún og Bryndís gengu í hús í Njarðvík og sögðust ekki hafa verið lengi að safna þessari dágóðu upphæð. Stúlkurnar hafa ekki látið sitt eftir liggja í söfnunarmálum og hafa í gegnum tíðina m.a. safnað fyrir Rauða Krossinn og Íþróttafélagið Nes.