Söfnuðu rúmum 25 þúsund krónum fyrir Allý
„Við bara löbbuðum í hús og báðum fólk um að gefa pening í söfnunina fyrir Allý,“ sögðu vinkonurnar Hulda Sif Gunnarsdóttir og Brynja Rúnarsdóttir sem söfnuðu 25.300 fyrir fjölskyldu Allýar. Vinkonurnar lögðu söfnunarpeningana inn á styrktarreikning Allýar í Sparisjóðnum í Njarðvík í dag.
Vinkonurnar voru í tvo daga að safna þessum peningum en þær eru í Heiðarskóla. Aðspurðar sögðu þær fínt að geta notað tímann í verkfallinu til að safna peningum fyrir gott málefni.
Myndin: Hulda Sif og Brynja með baukinn í Sparisjóðnum í Njarðvík fyrir stundu þar sem þær lögðu inn 25.300 krónur á styrktarreikning Allýar.