Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söfnuðu hálfu tonni af rusli
Mánudagur 5. mars 2012 kl. 12:06

Söfnuðu hálfu tonni af rusli



Á dögunum stóð yfir mikið hreinsunarátak innan svæðis Landhelgisgæslunnar við Keflavíkurflugvöll. Sundfélag Keflavíkur tók að sér verkefnið en mikið rusl hafði safnast upp víða um svæðið. Samtals safnaði íþróttafólkið hvorki meira né minna en hálfu tonni af sorpi yfir eina helgi!

Skýringin á sorpinu er til allrar hamingju ekki sú að starfsmenn Landhelgisgæslunnar gangi illa um. Mikil snyrtimenni vinna hjá Landhelgisgæslunni en staðreyndin er sú að sjaldnast er logn við Keflavíkurflugvöll og virðist sem ruslið eigi mjög greiða leið inn á svæðið.

Mikil ánægja var með árangur hreinsunarinnar og þakkar Landhelgisgæslan sundfélaginu innilega fyrir aðstoðina og finnst gleðilegt að geta með þessum hætti stutt við bakið á efnilegu íþróttafólki á svæðinu.

Mynd/Frétt lhg.is: Krakkarnir hressir eftir afkastamikla helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024