Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söfnuðu 400 þúsund krónum
Fimmtudagur 5. janúar 2023 kl. 15:07

Söfnuðu 400 þúsund krónum

Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, þá söfnuðu viðskiptavinir rúmlega 4,6 milljónum króna og lagði Krónan 5,4 milljón krónur á móti þeirri upphæð. Þessi upphæð var veitt í formi rúmlega 450 gjafakorta og Krónan afhenti Velferðarsviði Reykjanesbæjar tuttugu gjafakort á dögunum, hvert upp á 20 þúsund krónur en alls söfnuðu Krónan og viðskiptavinir 400 þúsund krónum í Reykjanesbæ. Gjafakortin eru afrakstur jólasöfnunar sem fram fór í verslunum Krónunnar á aðventunni, þar sem viðskiptavinum bauðst að styrkja hjálparsamtök í sínu nærsamfélagi sem sjá um matarúthlutanir í aðdraganda jóla.

Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinum bauðst að bæta 500 krónum við innkaupakörfuna í lokaskrefi greiðslu í verslunum Krónunnar, og myndi greiðslan renna til hjálparsamtaka í nærsamfélagi sem styðja þau sem þurfa á mataraðstoð að halda fyrir jólin. Styrkirnir  í ár eru sem fyrr segir veittir í formi gjafakorta og styrkþegar velja því sjálfir sína matarkörfu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024