Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söfnuðu 400 þúsund fyrir BUGL
Miðvikudagur 1. maí 2013 kl. 11:13

Söfnuðu 400 þúsund fyrir BUGL

„Þetta er stofnun fyrir okkur unga fólkið.“

Þær Thelma Rún Matthíasdóttir, Azra Crnac og Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir, 15 ára nemendur í Heiðarskóla í Reykjanesbæ stóðu fyrir fyrir styrktartónleikum fyrir BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala) í Stapanum í gær. Þar komu margir listamenn fram og lögðu málefninu lið. Þar má m.a. nefna: Kristmund Axel og félaga, Nilla, Haffa Haff, DJ Baldur Ólafsson, Friðrik Dór, Hnísuna og fleiri. 

Azra Crnac ein af skipuleggjendum tónleikanna, sem voru fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára, sagði í samtali við VF að tónleikarnir hefðu gengið ákaflega vel og að safnast hefðu rúmlega 400 hundruð þúsund krónur bara á tónleikunum. Takmark stúlknanna var að safna 500 þúsund og það virðist ætla að hafast enda hafa fleiri lagt málefninu lið. Azra segir að þær stöllur eigi vini sem hafi þurft að leita sér hjálpar á BUGL og því fannst þeim tilvalið að styrkja þá stofnun. „Þetta er stofnun fyrir okkur unga fólkið. Við vitum aldrei hvenær við gætum þurft á hjálpinni að halda,“ sagði Azra að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem vilja leggja söfnunni lið geta lagt pening inn á 542-14-403004 - Kt. 300497-3579.

Mynd frá tónleikunum í gær. (Mynd Azra Crnac)

Ef tónleikagestir eiga fleiri myndir frá Stapanum þá má merkja þær #vikurfrettir á Instagram.

Kristín Einarsdóttir tók þessa mynd á ballinu í gær.