Söfnuðu 171 þúsund krónum fyrir Ragnarssel
Þann 4. desember sl stóð mótorhjólaklúbburinn S.O.D Mc Suðurnes fyrir fjáröflun til styrktar Ragnarsseli í Reykjanesbæ, sem er dagvistun fyrir fötluð börn á Suðurnesjum. Að degi loknum höfðu safnast 171.095 krónur sem renna óskiptar til Ragnarssels.
„Viljum við því þakka öllum þeim er komu að söfnunni annað hvort með gjöfum eða frjálsum fjárframlögum. Það er okkar von að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir í tilkynningu frá S.O.D Mc Suðunes.
Á meðfylgjandi mynd má sjá meðlim S.O.D Mc Suðurnesja afhenda Sigurði Inga Kristóferssyni formanni Þroskahjálpar á Suðurnesjum ágóða fjáröfluninnar.