Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söfnuðu 14.000 fyrir Allý
Fimmtudagur 7. október 2004 kl. 17:10

Söfnuðu 14.000 fyrir Allý

Baráttusaga Aðalheiðar Láru Jósefsdóttur, litlu stúlkunnar sem brenndist illa og er til meðferðar á sjúkrahúsi í Danmörku, hefur snortið streng í hjörtum allra sem hana hafa heyrt.

Þeirra á meðal eru þau Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Lárusson og Kristjana Dögg Jónsdóttir, en þau tóku sig til og héldu flóamarkað til styrktar Allý litlu. Alls söfnuðust 14.700 krónur.

Þau komu sér fyrir við Samkaup og fengu góðar móttökur. „Það voru nokkrir sem tóku það sem þeir keyptu, en flestir borguðu bara peninginn,“ sögðu krakkarnir í samtali við Víkurfréttir. Þau sögðust strax hafa ákveðið að safna fyrir Allý þegar þau heyrðu af henni og vildu með því hjálpa henni og foreldrum hennar.

Að lokum vildu krakkarnir senda kveðju til Allýar og vanast til að henni batni sem fyrst.

Þess má geta að hægt er að fara að dæmi krakkanna og leggja inn á styrktarreikninginn: 0142-05-000300 kt: 040603-3790
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Sólveig og Guðmundur við gjaldkeraborðið í Íslandsbanka. Kristjana gat ekki verið viðstödd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024