Sofnaði út frá eldamennsku um nótt
Slökkvilið Grindavíkur var kallað út á sunnudagsmorgun kl 04:07 af Neyðarlínu vegna reyks í íbúðarhúsnæði við Víkurbraut 28 í Grindavík.
Á vefsíðu slökkviliðsins segir að talið var að fólk væri inni á neðri hæð en það var íbúi á efrihæð sem tilkynnti um reykinn. Þegar slökkvilið og sjúkrabíll komu á vettvang voru allir komnir út og fóru tveir reykkafarar inn til að kanna aðstæður.
Kom þá í ljós að íbúinn hafði verið að elda sér „næturmat“ og hafði sofnað út frá eldavélinni. Eingöngu var reykur frá pottunum og var allt húsið reykræst. Einn íbúi var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Enginn reykskynjari var í húsinu.
Mynd af vef Slökkviliðs Grindavíkur.