Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sofnaði undir stýri og ók út af
Ökumaðurinn kvaðst hafa verið svo upptekinn af því að fylgjast með umferðinni sem kom á móti honum að hann hafi steingleymt hringtorginu og ekið rakleiðis upp á það. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 27. desember 2019 kl. 10:13

Sofnaði undir stýri og ók út af

Fáein umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut í fyrradag ók utan í vegrið og hafnaði utan vegar. Ökumaðurinn sagðist hafa hafa sofnað undir stýri og því fór sem fór. Vegalengdin sem mældist frá því að bifreiðin fór út af veginum og þar til hún stöðvaðist mældist 77 metrar. Ökumanninn sakaði ekki.

Þá var bifreið ekið upp á hringtorg þar sem hún sat föst. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið svo upptekinn af því að fylgjast með umferðinni sem kom á móti honum að hann hefði steingleymt hringtorginu og ekið rakleiðis upp á það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að öðru leyti var jólahátíðin róleg og góð í umdæminu.