Þriðjudagur 30. september 2008 kl. 09:20
Sofnaði undir stýri
Ökumaður fólksbifreiðar sofnaði undir stýri á Reykjanesbraut í gær með þeim afleiðingum að hann ók aftan á vöruflutningabifreið. Talsverðar skemmdir urðu á fólksbifreiðinni og var að fjarlægja hana af vettvangi með kranabifreið.