Sofnaði undir stýri
 Bifreið hafnaði utanvegar á Reykjanesbraut, norðan við Grænás í nótt. Ökumaður bifreiðarinnar kvaðst hafa sofnað í akstri og vaknað er hann var kominn yfir á mölina á vegaröxlinni, á öfugum vegarhelmingi.
Bifreið hafnaði utanvegar á Reykjanesbraut, norðan við Grænás í nótt. Ökumaður bifreiðarinnar kvaðst hafa sofnað í akstri og vaknað er hann var kominn yfir á mölina á vegaröxlinni, á öfugum vegarhelmingi.
Hann reyndi þá að koma bifreiðinni upp á veginn aftur, en bifreiðin snerist og rann út af veginum og stöðvaðist á stóru grjóti. Vinstri hlið og undirvagn skemmdust mikið og var bifreiðin flutt burtu með kranabifreið. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist ekki.
Myndin er úr safni VF


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				