Þriðjudagur 14. apríl 2009 kl. 10:16
Sofnaði og ók á ljósastaur
Umferðaróhapp varð á Sandgerðisveginum um klukkan átta í gærmorgun. Að sögn lögreglu hafði ökumaður sofnað undir stýri og farið yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur.
Engin slys urðu á fólki og bifreiðin er ekki mikið skemmd.