Heklan
Heklan

Fréttir

Sofandi ökumaður ók aftan á bíl
Fimmtudagur 7. júní 2012 kl. 09:35

Sofandi ökumaður ók aftan á bíl



Lítil meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir á tveimur bílum þegar rúmlega tvítugur ökumaður ók aftan á bifreið á Reykjanesbraut í Hvassahrauni. Ökumaðurinn tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði sofnað við aksturinn og því hefði farið sem fór. Þegar betur var að gáð reyndist hann vera með útrunnið ökuskírteini. Hann var einn í bifreiðinni en ökumaður og farþegi í bílnum sem hann ók á. Allir þrír fundu til minni háttar eymsla og ætluðu sjálfir að leita til læknis teldu þeir sig þurfa þess.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25