Sóðaskapur við sjávarsíðuna
Fyrirtækið Fram Foods fær ekki verðlaun fyrir snyrtimennsku við vinnslustöð sína við Framnesveg í Reykjanesbæ. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var svona umhorfs á athafnasvæði fyrirtækisins í nokkuð marga daga. Þá flæddi einnig slor úr ruslagámi á athafnasvæðinu þannig að vargurinn hafði nóg að bíta og brenna. Menn sáu þó að sér í gær og þrifu upp hrognin sem flæddu úr tunnunum á svæðinu.
.