Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóðarnir fái síður verk
Föstudagur 30. nóvember 2007 kl. 09:51

Sóðarnir fái síður verk

Verktakafyrirtæki sem hafa umhverfisstefnu og fara eftir henni ættu að ganga fyrir í útboðum í verk á vegum sveitarfélaganna. Þar með hefðu sveitarfélögin vopn til að beita á verktaka sem ekki standa sig í umgengni sem og umhirðu tækja.
Þetta er á meðal hugmynda sem Magnús H. Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, varpaði fram á nýlegum fundi Umhverfisnefndar í Vogum.

Í máli Magnúsar kom fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi ákveðinn tímafjölda sem unnið sé eftir í hverju sveitarfélagi og einstök fyrirtæki taki of mikinn tíma af þeim litla tíma sem eftirlitið hafi í sveitarfélaginu.

Magnús sagði ennfremur að allt of miklum tíma hefði verið eytt í léttvægari mál en minni í mat á heilsu manna almennt.  Virkja þurfi umhverfisnefndir betur í þessum málum þannig að vinnan verði markvissari og nefndirnar sjái frekar um mál sem snúa að nánasta umhverfi til að mynda rusli og drasli einstaklinga.  Heilbrigðiseftirlitið myndi þá taka við þeim málum sem umhverfisnefndum tækist ekki að vinna úr.

Magnús álítur að byggingarfulltrúi ætti að áminna slóða og fara svo í harðari aðgerðir ef það dugar ekki.

Á fundinum var rætt um ástandið í umhverfismálum í Vogum. Fram kom að eftirfylgni mála er í óefni og nauðsynlegt að bæta úr sem fyrst. 


Mynd: Sveitarfélagið Vogar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024