Snýst í sunnanátt með vætu
Reiknað er með norðaustan 10-18 m/s við Faxaflóann í dag með þurru veðri.. Suðaustlæg átt á morgun, 8-13 m/s og væta með köflum. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 á Vestfjörðum. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið SV-lands. Hiti nálægt frostmarki.
Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s, hvassast úti við SV-ströndina. Rigning eða slydda S- og V-lands, en annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Sunnanátt og él S- og V-lands, en lengst af bjartviðri NA-til. Hægt kólnandi veður.
Ljósmynd/Ellert Grétarsson – Við Stafnes.