Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snýst í hæga suðvestanátt á morgun
Þriðjudagur 6. apríl 2010 kl. 08:23

Snýst í hæga suðvestanátt á morgun


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Norðan og síðan norðvestan 10-18 m/s, en hvassar vindhviður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjókoma, en él um hádegi, einkum í uppsveitum. Fer að lægja undir kvöld. Hiti um frostmark. Suðvestan 3-8 á morgun, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðan 10-18 m/s og snjókoma, en norðvestan 8-15 og él um hádegi. Vestan 5-10 í kvöld. Hiti um frostmark. Hæg suðvestanátt á morgun og skýjað með köflum. Hiti 2 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Vestan 5-10 m/s og léttir til, en heldur hvassari og dálítil snjókoma eða slydda við norðurströndina fram undir hádegi. Hægari og víða léttskýjað síðdegis, en dálítil væta syðst. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum NA-lands.

Á fimmtudag:
Sunnan- og suðvestanátt, 3-8 m/s. Súld með köflum á Suður- og Vesturlandi, en annars léttskýjað. Hlýnar í veðri.

Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag:
Suðlægar áttir með rigningu, en skýjað með köflum og úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 8 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024