Snýst í austan átt síðdegis
Veðurhorfur við Faxaflóa í dag
Norðan 5-13, skýjað með köflum og dálítil rigning. Snýst í austan 5-10 upp úr hádegi, skýjað með köflum og skúrir síðdegis. hiti 8 til 14 stig, mildast á morgun.
Horfur á landinu næsta sólarhring
Snýst í austlæga átt víðast hvar með morgninum, og léttir til norðanlands en skúrir sunnantil. Norðan 8-15 og slydda eða rigning norðvestanlands fram eftir degi en styttir upp síðdegis og léttir til þar í kvöld. Hlýnandi, og hiti víða 6 til 12 stig yfir daginn.