Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Snyrtivöruverslunin Daría  flytur um set á Hafnargötunni
    Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er eigandi Daríu.
  • Snyrtivöruverslunin Daría  flytur um set á Hafnargötunni
Mánudagur 22. maí 2017 kl. 06:00

Snyrtivöruverslunin Daría flytur um set á Hafnargötunni

Snyrtivöruverslunin Daría flutti nýverið um set í Keflavík og hefur nú opnað á nýjum stað við Hafnargötu 29. Daría er eina sérverslunin með snyrtivörur á Suðurnesjum en eigandi verslunarinnar er Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún segir að viðskiptavinirnir séu á öllum aldri en þann 6. maí síðastliðinn var opnunarpartý haldið í nýja húsnæðinu þar sem mörgum „snöppurum“ var boðið. „Partýið gekk mjög vel. Það komu mjög margir. Við kynntum nýtt snyrtivörumerki sem heitir PÜR og er mjög vinsælt á Youtube og meðal Hollywood leikara,“ segir hún, en auk þess selur hún fjöldan allan af öðrum vörum frá fleiri snyrtivörumerkjum.

Jóhanna heldur úti Snapchat aðgangi fyrir verslunina en fyrir áhugasama er það daria.is.