Snúið upp í vindinn
	Það hefur verið bálhvasst á Suðurnesjum í allan dag. Flugvélum á Keflavíkurflugvelli er snúið upp í vindinn og þannig má segja að Boeing 737-MAX þotur Icelandair fái smá hreyfingu. Þeim var snúið í morgun og nefinu snúið á móti vindi sem hefur farið upp í 22 metra á sekúndu í hviðum.
	Hér má sjá Látrabjarg, þotu Icelandair, á austurhlaði Keflavíkurflugvallar í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				