Snúið til Egilsstaða vegna hálku í Keflavík
Flugvél Icelandair frá London var snúið til Egilsstaðaflugvallar í gærkvöldi, vegna slæms veðurs og mikillar hálku á Keflavíkurflugvelli. Lenti vélin þar rúmlega eitt en hafði samkvæmt áætlun átt að lenda í Keflavík 23:35.
Farþegunum var komið fyrir á hóteli á Egilsstöðum og er áætlað að flugvélin haldi til Keflavíkur klukkan 12:30.