Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snörp skjálftahrina undan Reykjanesi
Sunnudagur 16. janúar 2005 kl. 17:34

Snörp skjálftahrina undan Reykjanesi

Snörp jarðskjálftahrina varð 5 til 10 kílómetra suðvestur af Reykjanesi í gærmorgun. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3,7 á Richter-kvarða og sá næststærsti 3,3 stig. Þá varð einn skjálfti sem mældist 2,9 á Richter. Þetta kemur fram á Vísi.is í dag. Hrinunni fylgdi fjöldi eftirskjálfta, en til muna hefur dregið úr virkni að sögn Veðurstofunnar.

Þórunn Skaftadóttir, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni, segir stærstu skjálftana hafa riðið yfir um klukkan tíu um morguninn, en síðan hafi dregið hratt úr virkni. Þórunn segir enn reyting af litlum skjálftum fyrir norðan land, austsuðaustur af Grímsey, þar sem snarpir skjálftar urðu 5. janúar. "En sú hrina er svona að deyja eðlilega út," sagði hún.

Texti: Visir.is

Mynd: Veðurstofan

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024