Snöggir björgunarmenn
Áhöfn björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar var fljót í förum eftir að útkall barst til sveitarinnar í hádeginu. Eftir að útkallið F-1 Rauður, sem er hæsti forgangshraði, var sent út kl. 12:47, tók það áhöfn björgunarskipsins aðeins 7 mínútur að komast að skipshlið.Í samtali Víkurfrétta við áhafnarmiðlimi Odds V. Gíslasonar nú áðan kom fram að talsverður sjór hafi verið þegar atvikið átti sér stað og að á tímabili hafi skipið verið þversum í innsiglingunni. Ölduhæðin var um fimm metrar og talsvert ólag í innsiglingunni. Unnt var að koma böndum í skipið og draga það aftur að bryggju. Þar hefur farið fram fyrsta skoðun á skemmdum. Komið hafa í ljós fjórar rifur á botni skipsin við vélarrými. Ekki er talin hætta á olíuleka frá skipinu.
Flutningaskipið var á leiðinni frá Grindavík þegar óhappið átti sér stað.
Myndin: Áhöfn björgunarskipsins.
Flutningaskipið var á leiðinni frá Grindavík þegar óhappið átti sér stað.
Myndin: Áhöfn björgunarskipsins.