Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjóskafl á ferðinni í Reykjanesbæ
Myndin sem fylgdi með færslu lögreglunnar. Ekki er vitað hvort þetta sé umræddur bíll/skafl.
Mánudagur 2. febrúar 2015 kl. 09:48

Snjóskafl á ferðinni í Reykjanesbæ

Ökumaður ók Hringbraut á illa sköfnum bíl.

Töluverður snjór féll um helgina og safnaðist sums staðar þykkt lag á bifreiðar sem þurfti að skafa af. Lögreglan á Suðurnesjum segir á Facebook síðu sinni að sem betur hafi hafa ökumenn yfirleitt verið duglegir við að skafa snjó af rúðum bifreiða sinna í þeim umhleypingum sem verið hafa að undanförnu. Út af því hafi þó brugðið - síðast í fyrradag. „Þá bar fyrir augu eitthvað sem líktist helst snjóskafli á ferð eftir Hringbrautinni í Keflavik. Þetta reyndist þó vera bifreið þegar betur var að gáð, en allar rúður hennar voru þaktar snjó. Lögreglan gaf ökumanninum stöðvunarmerki og var hann vinsamlegast beðinn um að skafa af rúðunum áður en lengra yrði haldið, sem hann gerði þá þegar. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu mikilvægt það er að ökumaður sjái vel út um rúður bifreiða,“ segir lögreglan. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024