Snjórinn ekki á förum
Snjórinn hér á Suðurnesjum er alls ekki á förum og talsvert mun bæta í á næstu dögum þegar framtíðarspá Veðurstofu Íslands er skoðuð.
Næsta sólarhringinn við Faxaflóa verður uðlæg átt 5-13 m/s og él. Hvassast í éljunum. Frost 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg átt 3-8 m/s og él, en 5-10 um tíma á morgun og bætir í ofankomu. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Gengur í hvassa norðaustanátt, en stormur nyrst á landinu um kvöldið. Úrkomulítið SV-lands, annars víða snjókoma, en slydda með A-ströndinni. Minnkandi frost, yfirleitt 0 til 5 stig um kvöldið.
Á laugardag:
Norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu, en þurrt að mestu S-lands. Frost 0 til 7 stig. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn.
Á sunnudag:
Norðlæg átt og dálítil él fyrir norðan, en þurrt og bjart veður syðra. Frost 2 til 13 stig, mest inn til landsins.
Á mánudag og þriðjudag:
Austan- og síðar norðaustanátt, él á víð og dreif og kalt í veðri.