SNJÓRINN AF SKJÁNUM
Ríkisjónvarpið hefur ákveðið að bæta móttökuskilyrði Suðurnesjamanna og setja um nýjan 100 watta sjónvarpssendi í Keflavík í sumar. Kostnaður við verkið er áætlaður u.þ.b. 1,7 milljónir. Vonandi verður eilífur vetur Ríkissjónvarpsins úr sögunni í kjölfar þessara útbóta. Framkvæmd verksins er í höndum Landssímans hf.