Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. febrúar 2000 kl. 15:11

Snjómokstur fyrir 7 milljónir

Mikið álag hefur verið á snjómokstursmönnum að undanförnu þar sem snjó hefur kyngt niður. Börnin gleðjast en hinir fullorðnu blóta ófærðinni. Kostnaður við snjómokstur hjá Reykjanesbæ er margfaldur á við það sem verið hefur undanfarin ár. Jóhannes Sigurðsson, rekstrarstjóri Áhaldahúss Reykjanesbæjar, sagði að kostnaður við mokstur væri um 7 milljónir frá áramótum. „Moksturinn hefur gengið ágætlega frá okkar bæjardyrum séð. Mannlausir bílar hafa þó tafið okkur alveg gífurlega“, segir Jóhannes og bætir við að álagið á mannskapnum hafi verið töluvert. „Þetta er í eðli sínu skorpuvinna og menn eru ánægðir með að hafa nóg að gera. Við þurfum auðvitað að halda okkur við vinnutíma EES svo mannskapnum hefur verið skipt á vaktir.“ Reykjanesbær er með fjóra samningsbundna verktaka í mokstri auk bæjarstarfsmanna og lausamanna. Jóhannes segir að þegar verst lét hafi kostnaður numið um 1 millj. króna á sólarhring, en klukkustundin kostar um 70 þúsund krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024