Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjómokstri hætt í Suðurnesjabæ - illfært í Sandgerði
Mánudagur 19. desember 2022 kl. 18:59

Snjómokstri hætt í Suðurnesjabæ - illfært í Sandgerði

Snjómokstri hefur verið hætt í Suðurnesjabæ í dag en mun hefjast að nýju um kl.04 í nótt. Aðstæður eru orðnar nokkuð góðar í Garði en enn er illfært í Sandgerði, skafrenningur og óráðlegt að ferðast um á bílum.

Frekari upplýsingar um snjómokstur og þjónustu er snýr að stofnunum Suðurnesjabæjar verða birtar á vef Suðurnesjabæjar eins fljótt og hægt er, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024