Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjóleysið sparar peninga
Þriðjudagur 16. febrúar 2010 kl. 08:45

Snjóleysið sparar peninga


Lítið sem ekkert hefur snjóað hér á suðvesturhorninu í vetur ef frá er talin ein helgi í byrjun aðventu. Á sama tíma hafa verið mikil vandræði vegna snjókomu begga vegna atlantsála.  Snjóþungur vetur getur kostað sveitarfélögin talsverða fjármuni vegna snjómoksturs og því mætti ætla að snjóleysið hafi sparað einhverja peninga fyrir Reykjanesbæ, eða hvað?

„Vissulega hefur veturinn verið mjög snjóléttur en á móti hefur töluvert verið um hálku á vegum og gangstéttum. Janúar var t.d mjög dýr í hálkueyðingu, bæði hefur verð á salti rokið upp og einnig, vegna snjóleysis, þarf oft að salta og sanda ísingu á götum og gangstéttum. Varðandi snjómokstur getur „þungur" dagur kostað allt upp í 700 þús en alveg niðri 100 þús. Þetta er auðvitað mjög misjafnt eftir ástandi. En þetta hefur klárlega verið góð tíð,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Umhverfis og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg