Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjókoma síðdegis
Sunnudagur 11. janúar 2015 kl. 13:59

Snjókoma síðdegis

Um 400 km A af Hvarfi er vaxandi 970 mb lægð sem þokast A og frá henni liggur lægðardrag suður fyrir land. 150 km S af Scoresbysundi er 982 mb smálægð sem eyðist.


Á hádegi var austan 8-13 m/s S-lands, annars hægari vindur. Léttskýjað NV- og N-lands, annars skýjað og dálítil snjókoma syðst og austast. Frost 0 til 20 stig, kaldast á Möðrudal á fjöllum.

Við Faxaflóa verður austlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma með köflum síðdegis. Norðaustlægari og bjart að mestu á morgun. Frost 1 til 9 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:
 Norðan 8-15 m/s og éljagangur, en léttskýjað um landið S- og SV-vert. Frost 1 til 7 stig. 



Á fimmtudag: 
Gengur í allhvassa eða hvassa norðvestanátt með snjókomu, en þurrt að kalla S- og SA-lands. Áfram frost um allt land.



Á föstudag og laugardag:
 Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með ofankomu um landið N-vert, en bjart með köflum syðra. Kalt í veðri.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024