Snjókoma í nótt og á morgun
Norðvestan 13-20 m/s norðvestantil og snjókoma í fyrstu, en fremur hæg breytileg átt sunnan- og austantil og víða léttskýjað. Norðlæg eða breytileg átt 8-13 m/s vestast og snjókoma með köflum um hádegi. Vaxandi austan átt sunnantil með snjókomu í kvöld, 15-23 m/s í nótt, hvassast við ströndina. Annars hægari vindur og þurrt. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, en dálítil él norðaustan- og austantil síðdegis. Frost 4 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Faxaflói
Breytileg átt 5-10 m/s og dálítil él. Austan 8-13 og þurrt að kalla í kvöld og nótt, en 10-18 m/s og dálítil snjókoma á morgun. Dregur úr frosti, frost 0 til 7 stig á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Fremur hæg breytileg átt og stöku él. Austan 10-15 og dálítil snjókoma seint í nótt, en hægari og léttir til þegar líður á morgundaginn. Frost 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (Þorláksmessa):
Austlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en austan 10-13 og snjókoma með köflum við suðurströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á föstudag (aðfangadagur jóla):
Austlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum eða bjartviðri, en stöku él við suðaustur- og austurströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag (jóladagur):
Hægt vaxandi austan átt og hlýnar smám saman. Snjókoma um landið suðaustanvert, einkum þegar líður á daginn, en annars þurrt og bjart að mestu.
Á sunnudag (annar í jólum):
Útlit fyrir hvassa suðaustan og austan átt með snjókomu eða slyddu, en rigningu við suðurströndina. Hlýnandi veður.
Á mánudag og þriðjudag:
Líklega áframhaldandi austlæg átt með éljum í flestum landshlutum og kólnar lítið eitt.