Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjókoma í dag – rofar til í kvöld
Sunnudagur 2. mars 2008 kl. 10:41

Snjókoma í dag – rofar til í kvöld

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn: Austan og norðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum á norðanverðu landinu og stöku él úti við sjóinn, en 10-15 og snjókoma suðvestanlands. Hægara og rofar til í kvöld. Norðaustan 3-10 m/s og víða bjart á morgun, en stöku él austast. Frost 0 til 8 stig, minnst við suðurströndina

Faxaflói
Austan 8-13 m/s og dálítil snjókoma, en dregur úr vindi og ofankomu í kvöld. Norðaustan 3-8 og léttskýjað á morgun. Frost 0 til 7 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 8-10 m/s og snjókoma, en rofar til í kvöld. Norðan 3-5 og bjart á morgun. Frost 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan 10-15 m/s með snjókomu, en síðar slyddu, fyrst sunnan- og vestanlands. Hlánar sunnantil, en minnkandi frost fyrir norðan.

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s með éljum, en rofar til sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 7 stig, en hiti 0 til 4 stig syðst.

Á fimmtudag:
Suðaustanátt og snjókoma eða slydda, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag og laugardag:
Breytileg átt og víða él. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024